Innlent

Há sekt fyrir skattsvik

Tveir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í rúmlega níu milljóna króna sektir fyrir skattsvik. Mennirnir tveir ráku fyrirtækið Barter ehf. sem varð gjaldþrota árið 2000. Þeir stóðu ekki skil á staðgreiðslu sem var dregin af launum starfsmanna fyrirtækisins síðustu þrjú árin áður en það varð gjaldþrota, samtals rúmlega 4,5 milljónum króna. Báðir játuðu mennirnir brot sín greiðlega og var öðrum þeirra gert að greiða þriggja milljóna króna sekt eða sæta fangelsi í tvo mánuði ella en hinn þarf að greiða 6,1 milljón króna eða sitja inni í þrjá mánuði. Sektirnar skulu greiðast innan fjögurra vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×