Hefur hitt þjóðina í hjartastað 28. febrúar 2005 00:01 Þegar Fréttablaðið hóf göngu sínar fyrir tæpum fjórum árum gátu ekki einu sinni bjartsýnustu menn spáð fyrir þeirri stöðu sem blaðið er í á íslenskum blaðamarkaði í dag. Nú er svo komið að fjölmiðlakannanir IMG-Gallup hafa ítrekað staðfest að Fréttablaðið er mest notaði fjölmiðill landsins. Á hverjum degi lesa um 70 prósent þjóðarinnar blaðið og yfir 90 prósent Íslendinga lesa það eitthvað í hverri viku. Þetta eru fáheyrðar tölur og Íslandsmet í fjölmiðlanotkun sem verður tæplega slegið. Fréttablaðið er óumdeilanlega grunnurinn að dagblaðalestri þjóðarinnar og önnur blöð verða að læra að lifa af við þann veruleika. Á sínum tíma var Fréttablaðið hugsað sem 24 blaðsíðna fríblað með stuttum og snörpum innlendum og erlendum fréttum. Blaðið sinnir enn því hlutverki að færa lesendum sínum aðgengilegan og auðlesanlegan fréttapakka en það er fyrir löngu vaxið upp úr fyrstu fötunum sínum og býður nú að auki fjölbreytilegra efni og víðtækari þjónustu á mun fleiri blaðsíðum en í fyrstu útgáfu þess. Lykillinn að þessari auknu þjónustu er hversu þétt markaðs- og auglýsingafólk hefur fylgt eftir vinsældum Fréttablaðsins meðal lesenda og nýtt sér vel þau tækifæri sem felast í blaðinu til þess að ná til landsmanna. Þetta sést best á því að frá árinu 2001 til ársins 2004 rúmlega sexfaldaðist velta Fréttablaðsins og fátt getur komið í veg fyrir að blaðið afli mestra auglýsingatekna allra fjölmiðla á þessu ári. Fyrir vikið mun það geta skilað enn fleiri blaðsíðum og betri þjónustu til lesenda sinna. Í gær hélt íslenskt markaðs- og auglýsingafólk árlega uppskeruhátíð sína með svokölluðum ÍMARK degi. Í tengslum við hátíðina sendi IMG-Gallup frá sér ýmsar athyglisverðar tölur. Þar má meðal annars sjá að auglýsingar í dagblöðum jukust verulega á síðasta ári í samanburði við auglýsingar í öðrum fjölmiðlum. Fréttablaðið leikur lykilhlutverk í þeirri aukningu en frá því að blaðið var stofnað hafa auglýsingatekjur dagblaða aukist um 44 prósent í samanburði við 7 prósenta hækkun í sjónvarpi. Frábær árangur Fréttablaðsins er að sjálfsögðu ákaflega gleðileg tíðindi fyrir útgefendur þess, en á sama tíma er þetta góða gengi ánægjulegt fyrir gjörvalla þá miklu lestrarþjóð sem Íslendingar telja sig vera því tilkoma Fréttablaðsins hefur almennt aukið blaðalestur í öllum aldurshópum. Og útaf fyrir sig er það afrek sem verður seint oflofað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þegar Fréttablaðið hóf göngu sínar fyrir tæpum fjórum árum gátu ekki einu sinni bjartsýnustu menn spáð fyrir þeirri stöðu sem blaðið er í á íslenskum blaðamarkaði í dag. Nú er svo komið að fjölmiðlakannanir IMG-Gallup hafa ítrekað staðfest að Fréttablaðið er mest notaði fjölmiðill landsins. Á hverjum degi lesa um 70 prósent þjóðarinnar blaðið og yfir 90 prósent Íslendinga lesa það eitthvað í hverri viku. Þetta eru fáheyrðar tölur og Íslandsmet í fjölmiðlanotkun sem verður tæplega slegið. Fréttablaðið er óumdeilanlega grunnurinn að dagblaðalestri þjóðarinnar og önnur blöð verða að læra að lifa af við þann veruleika. Á sínum tíma var Fréttablaðið hugsað sem 24 blaðsíðna fríblað með stuttum og snörpum innlendum og erlendum fréttum. Blaðið sinnir enn því hlutverki að færa lesendum sínum aðgengilegan og auðlesanlegan fréttapakka en það er fyrir löngu vaxið upp úr fyrstu fötunum sínum og býður nú að auki fjölbreytilegra efni og víðtækari þjónustu á mun fleiri blaðsíðum en í fyrstu útgáfu þess. Lykillinn að þessari auknu þjónustu er hversu þétt markaðs- og auglýsingafólk hefur fylgt eftir vinsældum Fréttablaðsins meðal lesenda og nýtt sér vel þau tækifæri sem felast í blaðinu til þess að ná til landsmanna. Þetta sést best á því að frá árinu 2001 til ársins 2004 rúmlega sexfaldaðist velta Fréttablaðsins og fátt getur komið í veg fyrir að blaðið afli mestra auglýsingatekna allra fjölmiðla á þessu ári. Fyrir vikið mun það geta skilað enn fleiri blaðsíðum og betri þjónustu til lesenda sinna. Í gær hélt íslenskt markaðs- og auglýsingafólk árlega uppskeruhátíð sína með svokölluðum ÍMARK degi. Í tengslum við hátíðina sendi IMG-Gallup frá sér ýmsar athyglisverðar tölur. Þar má meðal annars sjá að auglýsingar í dagblöðum jukust verulega á síðasta ári í samanburði við auglýsingar í öðrum fjölmiðlum. Fréttablaðið leikur lykilhlutverk í þeirri aukningu en frá því að blaðið var stofnað hafa auglýsingatekjur dagblaða aukist um 44 prósent í samanburði við 7 prósenta hækkun í sjónvarpi. Frábær árangur Fréttablaðsins er að sjálfsögðu ákaflega gleðileg tíðindi fyrir útgefendur þess, en á sama tíma er þetta góða gengi ánægjulegt fyrir gjörvalla þá miklu lestrarþjóð sem Íslendingar telja sig vera því tilkoma Fréttablaðsins hefur almennt aukið blaðalestur í öllum aldurshópum. Og útaf fyrir sig er það afrek sem verður seint oflofað.