Framsókn hreyfir við Norðmönnum 27. febrúar 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik í samtali við Fréttablaðið. "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn, sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik Hann segir að ef ákveðið verði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, á milli 2007 og 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvers við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu því hvorugt landanna myndi vilja vera í þeirri stöðu að vera eina landið ásamt Liechtenstein í Evrópska efnahagssvæðinu," segir Bondevik. Hann segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira