Norðmenn fylgjast með flokksþingi 26. febrúar 2005 00:01 "Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
"Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira