Ekki aðildarviðræður við ESB 25. febrúar 2005 00:01 Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira