Matur

Hörpudiskur að hætti Bergþórs

Hörpudiskur að hætti Bergþórs

200 g hörpudiskur

Karríolía:

2 msk. karrí

2 msk. vatn

1 dl ólífuolía

Hrært saman og látið standa yfir nótt. Þá er olíunni fleytt ofan af og sigtað. Sjóðið 1dl puy-linsubaunir í léttsöltu vatni.

Grænmeti:

1/2 gul paprika

1/2 rauð paprika

1 stilkur sellerí

1/4 sjalottlaukur

3 stilkar vorlaukur

1/4 púrrulaukur

2 hvítlauksgeirar

Öllu blandað saman á pönnu og kraumað í nokkrar mínútur í olíu.

Sósa:

1 dl kjötsoð

2 dl rjómi

1 tsk Nomu-krydd (fæst í Lavita)

salt og pipar

Öllu blandað saman, soðið í fimm mínútur og þykkt dálítið með maizena-mjöli. Hörpudiskurinn saltaður, pipraður og svissaður á heitri rifflaðri pönnu í tvær mínútur hvorum megin. Hörpudiski, karríolíu og linsubaunum blandað saman við grænmetið. Skreytt með graslauk.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.