Fékk bætur fyrir gæsluvarðhald 24. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða karlmanni á fertugsaldri 500 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmætt gæsluvarðhald sem hann sat í. Maðurinn var handtekinn í september 2003 í tengslum við fíkniefnasmygl með einu skipa Samskipa. Tveir bræður voru handteknir og síðar dæmdir fyrir smygl á rúmlega einu kílói af hassi og tæpu kílói af amfetamíni sem reyndist síðar vera koffín. Maðurinn þekkti bræðurna, hafði umræddan dag heimsótt þá og annar bræðranna síðan heimsótt hann á vinnustað í Sundahöfn og síðan sótt fíkniefnin um borð í skipið í framhaldinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur. Á varðhaldstímanum var hann í einangrun auk þess sem hann sætti heimsóknarbanni, bréfaskoðun og síma- og fjölmiðlabanni. Við yfirheyrslur yfir bræðrunum kom fram hjá öðrum þeirra að manninum hefði mátt vera ljóst að eitthvað ólöglegt stæði til en hjá hinum að maðurinn tengdist ekki fíkniefnasmyglinu á nokkurn hátt. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rökrétt hafi verið af lögreglu að gruna manninn um að veita bræðrunum liðveislu en eftir yfirheyrslu yfir þeim hafi ekki verið ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds. Dómurinn segir að varðhald sé ekki til skemmtunar og þyki illt afspurnar hjá mörgum. Íslenska ríkið var því dæmt til að greiða manninum 500 þúsund krónur í bætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða karlmanni á fertugsaldri 500 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmætt gæsluvarðhald sem hann sat í. Maðurinn var handtekinn í september 2003 í tengslum við fíkniefnasmygl með einu skipa Samskipa. Tveir bræður voru handteknir og síðar dæmdir fyrir smygl á rúmlega einu kílói af hassi og tæpu kílói af amfetamíni sem reyndist síðar vera koffín. Maðurinn þekkti bræðurna, hafði umræddan dag heimsótt þá og annar bræðranna síðan heimsótt hann á vinnustað í Sundahöfn og síðan sótt fíkniefnin um borð í skipið í framhaldinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur. Á varðhaldstímanum var hann í einangrun auk þess sem hann sætti heimsóknarbanni, bréfaskoðun og síma- og fjölmiðlabanni. Við yfirheyrslur yfir bræðrunum kom fram hjá öðrum þeirra að manninum hefði mátt vera ljóst að eitthvað ólöglegt stæði til en hjá hinum að maðurinn tengdist ekki fíkniefnasmyglinu á nokkurn hátt. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rökrétt hafi verið af lögreglu að gruna manninn um að veita bræðrunum liðveislu en eftir yfirheyrslu yfir þeim hafi ekki verið ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds. Dómurinn segir að varðhald sé ekki til skemmtunar og þyki illt afspurnar hjá mörgum. Íslenska ríkið var því dæmt til að greiða manninum 500 þúsund krónur í bætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira