Esjan er góður mælikvarði 24. febrúar 2005 00:01 Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu. Ferðalög Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu.
Ferðalög Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira