Höfðu samráð í nýju tjónakerfi 23. febrúar 2005 00:01 Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira