Innlent

Mistök í útkalli

Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að sjúkrabíll frá Ísafirði var boðaður út þegar óskað var eftir lækni og sjúkrabíl vegna sjúklings í Bolungarvík hinn 13. febrúar síðastliðinn. Að sögn Ólafs Kristjánssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur, var fundurinn gagnlegur og var niðurstaða hans að yfirfara boðunaráætlanir með Neyðarlínunni til að tryggja að allar boðleiðir séu skýrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×