Innlent

Beitti úðavopni á afgreiðslukonu

Eigandi Bettís við Borgarholtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úðavopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úðanum í andlit hennar. Sami ræninginn er talinn hafa verið verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík. Eigandi Bettís var ein að vinna um klukkan níu um kvöldið þegar maðurinn kom inn. Hann úðaði í andlitið á henni og skipað henni að opna peningakassann. Hún náði að ýta á neyðarhnapp Securitas áður en hún opnaði kassann sem ræninginn hrifsaði peningana úr áður en hann hvarf á braut. Eftir ránið fór hún á slysadeild þar sem úðinn var skolaður úr andliti hennar. Hún var skelfingu lostinn eftir árásina og segir hún óttann við ræningja hafa aukist til muna eftir þessa lífsreynslu. Um klukkan hálf tólf sama kvöld ruddist dökkklæddur maður með rauðan kút fyrir andlitinu inn í Videospóluna og heimtaði peninga. hann var með úðavopn en beitti því ekki. Er þetta fjórða ránið í söluturninn frá árinu 2001. Ræninginn eða ræningjarnir náðu óverulegri peningaupphæð á báðum stöðum. Í ráninu í Kópavogi var hún innan við tíu þúsund krónur. Þegar blaðið fór í prentun í gær var ræningjans enn leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×