Ákærður fyrir bílbrennur 23. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira