Innlent

Sýknaður af tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir hádegi tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Manninum var gefið að sök að hafa í júlí síðastliðnum ráðist á leigubílstjóra, sem ók honum, með eggvopni og skorið hann á háls. Ákærði neitaði sök í málinu og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Í niðurstöðu dómsins segir að sá sem lagt hafi verið til eða annar leigubílstjóri sem var vitni í málinu hafi ekki séð hver lagði til fórnarlambsins og eins hafi lögreglu ekki tekist að finna árásarvopnið. Sannað þyki að ákærði hafi verið við leigubíl fórnarlambsins en ekki séu vitni að því hver hafi veitt áverkann. Þá gagnrýnir dómurinn harðlega rannsókn lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×