Sjö króna sekt fyrir grammið 22. febrúar 2005 00:01 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira