Ódýrara að taka lán fyrir skálanum 21. febrúar 2005 00:01 Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“ Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira