Innlent

Stal buxum, kaffi og frönskum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa. Í dómnum segir að starfsfólk hafi komið að honum þegar pilturinn var búinn að taka og setja í poka "í þjófnaðartilgangi tvo kaffipoka, tvö handklæði, buxur, vasaljós, og poka af frosnum frönskum kartöflum." Pilturinn gekkst við brotinu og var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Fyrr á árinu gekkst hann undir dómsátt fyrir ölvunarakstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×