Bíllinn er algjör ljúflingur 19. febrúar 2005 00:01 Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum. Bílar Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum.
Bílar Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira