Segir seinagang óviðunandi 18. febrúar 2005 00:01 Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira