Hljóta að geta fyrirgefið Fischer 18. febrúar 2005 00:01 Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira