Innlent

Sjö ákærð í fíkniefnamáli

Fimm menn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir þátt sinn í innflutningi á eitt þúsund e-töflum og tæplega 132 grömmum af kókaíni. Flestir hafa játað. Elsti í hópnum er fæddur árið 1963 en sá yngsti árið 1983. Fíkniefnin voru keypt í Hollandi þar sem tveir mannanna önnuðust kaupin sem tveir aðrir fjármögnuðu. Sá elsti er sakaður um að hafa lagt á ráðin ásamt öðrum um innflutninginn. Efnin voru send til Íslands á hans nafni. Önnur kvennanna fór á pósthús til að sækja þau og fór með á heimili sitt. Hin konan er sökuð um peningaþvætti þar sem hún tók við peningum sem hún vissi að væri ávinningur af fíkniefnabroti. Hún neitar sök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×