Innlent

Fimmtán ára í 30 ára fangelsi

Fimmtán ára drengur var í gær fundinn sekur um að hafa myrt afa sinn og ömmu og á 30 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Drengurinn, sem var á þunglyndislyfinu Zoloft, bar því við að aukaverkanir lyfsins hefðu leitt til þess að hann myrti móðurforeldra sína. Verjendur piltsins báðu kviðdóminn um að senda skilaboð út í þjóðfélagið um að sökin á morðunum lægi hjá lyfinu og aukaverkunum þess en ekki piltinum. Þeir sögðu neikvæð áhrif þunglyndislyfsins vera mun meiri á börn en fullorðna og að það hefði skert dómgreind piltsins. Kviðdómurinn tók ekki undir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×