Naumur sigur Gróttu/KR

Grótta/KR sigraði Val 20-19 í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en þá hófst 17. umferð með tveimur leikjum. Grótta/KR sem hefur tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ á dögunum er með 10 stig í 6. sæti, sex stigum á eftir næsta liði, FH sem lögðu Fram í Safamýri, 32-25. Leik ÍBV og Víkings sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað til morguns og fer því fram í Vestmannaeyjum á morgun kl.18:00. Jafnframt þessu hefur leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fer fram á morgun verið seinkað til kl.20:00.