Svaf ekki eftir ránið 14. febrúar 2005 00:01 "Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
"Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira