Björguðu lífi vinar síns 14. febrúar 2005 00:01 Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira