Sinnuleysi félaganna algjört 14. febrúar 2005 00:01 Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira
Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sjá meira