Afnotagjöld andstæð evrópulögum 13. febrúar 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira