Játaði fimm vopnuð rán 11. febrúar 2005 00:01 35 ára gamall maður hefur játað að hafa framið fimm vopnuð rán í Reykjavík á fjórum dögum. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Síðasta ránið var framið síðdegis í gær í leikfangaverslunni Leikbæ í Mjódd. Hálftíma áður hafði samskonar rán verið framið í bókaverslun í Grafarvogi. Lýsingar bentu til þess að sami maður væri á ferð en hann hafði ruðst inn í búðirnar með grímu á höfði og vopnaður riffli, hótað starfsfólki og hrifsað reiðufé úr afgreiðslukössum. Í gærkvöldi sá lögreglan grunsamlega mann við verslanamiðstöðina Suðurver. Við leit í bíl hans fundust hlutir sem bendluðu hann sterklega við glæpina, og var hann handtekinn í kjölfarið. Þar voru meðal annars riffill, eldhúshnífur og svört gríma. Við athugun reyndist þetta vera loftriffill en grímuna hafði maðurinn gert með því að klippa göt á húfu. Einnig fannst klaufhamar sem maðurinn er talinn hafa notað í ránsferðum sínum. Þá fundust 60 til 70 þúsund krónur í reiðufé á manninum og reyndist þar vera kominn hluti af ránsfengnum. Við yfirheyrslur hefur maðurinn nú játað fimm rán á síðustu fjórum dögum og kveðst hann hafa verið einn að verki. Hann á ekki sakaferil að baki svo vitað sé. Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn nú síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. febrúar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
35 ára gamall maður hefur játað að hafa framið fimm vopnuð rán í Reykjavík á fjórum dögum. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Síðasta ránið var framið síðdegis í gær í leikfangaverslunni Leikbæ í Mjódd. Hálftíma áður hafði samskonar rán verið framið í bókaverslun í Grafarvogi. Lýsingar bentu til þess að sami maður væri á ferð en hann hafði ruðst inn í búðirnar með grímu á höfði og vopnaður riffli, hótað starfsfólki og hrifsað reiðufé úr afgreiðslukössum. Í gærkvöldi sá lögreglan grunsamlega mann við verslanamiðstöðina Suðurver. Við leit í bíl hans fundust hlutir sem bendluðu hann sterklega við glæpina, og var hann handtekinn í kjölfarið. Þar voru meðal annars riffill, eldhúshnífur og svört gríma. Við athugun reyndist þetta vera loftriffill en grímuna hafði maðurinn gert með því að klippa göt á húfu. Einnig fannst klaufhamar sem maðurinn er talinn hafa notað í ránsferðum sínum. Þá fundust 60 til 70 þúsund krónur í reiðufé á manninum og reyndist þar vera kominn hluti af ránsfengnum. Við yfirheyrslur hefur maðurinn nú játað fimm rán á síðustu fjórum dögum og kveðst hann hafa verið einn að verki. Hann á ekki sakaferil að baki svo vitað sé. Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn nú síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. febrúar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira