Samfylking spurulust allra flokka 6. febrúar 2005 00:01 Á yfirstandandi þingi hafa alþingismenn borið upp 271 fyrirspurn um margvísleg efni. Stjórnarandstaðan er mun spurulli en stjórnarliðar, Samfylkingarfólk spyr mest en framsóknarmenn minnst. Varaþingmenn eru áberandi í hópi fyrirspyrjenda. Flestir vilja fræðast um menntamál en lítill áhugi er fyrir málefnum Norðurlanda. Sagt var frá því í fréttum í vikunni sem leið að fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi væri ósvarað enda þótt frestir þingskaparlaga væru löngu útrunnir. Síðan þá hafa ráðherrar tekið sig nokkuð saman í andlitinu en enn vantar þó herslumuninn. Þingmenn í öllum þjóðþingum nágrannalandanna bera fram fyrirspurnir til ráðherra og er breska þingið ágætt dæmi um það en þar kemur oft til fjörugra umræðna undir slíkum kringumstæðum. Hérlendis eru bæði óundirbúnar og undirbúnar fyrirspurnir tíðkaðar og skiptast þær síðarnefndu í munnlegar og skriflegar. Skriflegu fyrirspurnirnar eru oft um flóknari efni sem erfitt er fyrir ráðherra að gera grein fyrir á stuttum tíma úr ræðustól en óundirbúnu fyrirspurnirnar fjalla jafnan um mál sem efst eru á baugi hverju sinni og eru þess eðlis að ráðherra getur svarað þeim án undirbúnings. Fyrirspurnir gegna stóru hlutverki í aðhaldi löggjafans að framkvæmdavaldinu en þingmenn spyrjast að öðru leyti fyrir í margvíslegum tilgangi. Þeir nýta upplýsingar sem fást úr svörunum við undirbúning þingmála sinna en jafnframt gefst þeim með þessu færi á að beina kastljósinu að málum sem þeir telja þörf á að ræða. Þetta á ekki síst við um stjórnarandstöðuna, sem getur með þessu beint athygli fólks að brotalömum samfélagsins. Taflan hér á síðunni gefur þetta glögglega til kynna, stjórnarliðar hafa einungis borið fram um tíu prósent fyrirspurna yfirstandandi þings. Oft verða fyrirspurnir til þess að stjórnvöld taka við sér og semja lagafrumvörp þar sem bætt er úr. Auk þess eru fyrirspurnir gjarnan notaðar til að ýta á eftir efndum á þingsályktunartillögum sem samþykktar hafa verið einhverju áður. Síðast en ekki síst gefst varaþingmönnum gott tækifæri til að láta ljós sitt skína á þingi með því að bera upp fyrirspurn en samning slíkra spurninga tekur mun skemmri tíma en undirbúningur annarra þingmála. Þannig eru tíu varaþingmenn í hópi þeirra 47 sem hafa spurt ráðherrana út úr það sem af er vetri. Stjórnarandstæðingar spyrja eins og áður segir mun meira en stjórnarliðar. Samfylkingin er þar í sérflokki með ríflega helming allra fyrirspurna, enda stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þingmenn vilja helst fræðast um menntamál og fjármál ríkisins en félagsmál fylgja svo þar á eftir. Engar fyrirspurnir bárust um málefni Norðurlanda en ráðherra hagstofu bárust þrjár fyrirspurnir. Víst er að greiða þarf úr margvíslegum málum. Innflutningur í gámum, þrífösun rafmagns, þjóðmálakönnun í Eyjafirði, notkun risabora við jarðgangagerð, kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands voru mál sem brunnu á þingmönnum síðustu mánuði. Þótt margar þessara fyrirspurna séu góðra gjalda verðar eru fyrirspurnir ekki takmark í sjálfu sér. Bent hefur verið á að kostnaður við þessa upplýsingaöflun sé oft og tíðum mikill og stundum sé hægur vandi fyrir þingmenn að fletta þessum upplýsingum einfaldlega sjálfir upp. Aðrir gagnrýna hversu lítill hluti af starfstíma þingsins fer í fyrirspurnir og vilja veg þeirra meiri. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Á yfirstandandi þingi hafa alþingismenn borið upp 271 fyrirspurn um margvísleg efni. Stjórnarandstaðan er mun spurulli en stjórnarliðar, Samfylkingarfólk spyr mest en framsóknarmenn minnst. Varaþingmenn eru áberandi í hópi fyrirspyrjenda. Flestir vilja fræðast um menntamál en lítill áhugi er fyrir málefnum Norðurlanda. Sagt var frá því í fréttum í vikunni sem leið að fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi væri ósvarað enda þótt frestir þingskaparlaga væru löngu útrunnir. Síðan þá hafa ráðherrar tekið sig nokkuð saman í andlitinu en enn vantar þó herslumuninn. Þingmenn í öllum þjóðþingum nágrannalandanna bera fram fyrirspurnir til ráðherra og er breska þingið ágætt dæmi um það en þar kemur oft til fjörugra umræðna undir slíkum kringumstæðum. Hérlendis eru bæði óundirbúnar og undirbúnar fyrirspurnir tíðkaðar og skiptast þær síðarnefndu í munnlegar og skriflegar. Skriflegu fyrirspurnirnar eru oft um flóknari efni sem erfitt er fyrir ráðherra að gera grein fyrir á stuttum tíma úr ræðustól en óundirbúnu fyrirspurnirnar fjalla jafnan um mál sem efst eru á baugi hverju sinni og eru þess eðlis að ráðherra getur svarað þeim án undirbúnings. Fyrirspurnir gegna stóru hlutverki í aðhaldi löggjafans að framkvæmdavaldinu en þingmenn spyrjast að öðru leyti fyrir í margvíslegum tilgangi. Þeir nýta upplýsingar sem fást úr svörunum við undirbúning þingmála sinna en jafnframt gefst þeim með þessu færi á að beina kastljósinu að málum sem þeir telja þörf á að ræða. Þetta á ekki síst við um stjórnarandstöðuna, sem getur með þessu beint athygli fólks að brotalömum samfélagsins. Taflan hér á síðunni gefur þetta glögglega til kynna, stjórnarliðar hafa einungis borið fram um tíu prósent fyrirspurna yfirstandandi þings. Oft verða fyrirspurnir til þess að stjórnvöld taka við sér og semja lagafrumvörp þar sem bætt er úr. Auk þess eru fyrirspurnir gjarnan notaðar til að ýta á eftir efndum á þingsályktunartillögum sem samþykktar hafa verið einhverju áður. Síðast en ekki síst gefst varaþingmönnum gott tækifæri til að láta ljós sitt skína á þingi með því að bera upp fyrirspurn en samning slíkra spurninga tekur mun skemmri tíma en undirbúningur annarra þingmála. Þannig eru tíu varaþingmenn í hópi þeirra 47 sem hafa spurt ráðherrana út úr það sem af er vetri. Stjórnarandstæðingar spyrja eins og áður segir mun meira en stjórnarliðar. Samfylkingin er þar í sérflokki með ríflega helming allra fyrirspurna, enda stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þingmenn vilja helst fræðast um menntamál og fjármál ríkisins en félagsmál fylgja svo þar á eftir. Engar fyrirspurnir bárust um málefni Norðurlanda en ráðherra hagstofu bárust þrjár fyrirspurnir. Víst er að greiða þarf úr margvíslegum málum. Innflutningur í gámum, þrífösun rafmagns, þjóðmálakönnun í Eyjafirði, notkun risabora við jarðgangagerð, kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands voru mál sem brunnu á þingmönnum síðustu mánuði. Þótt margar þessara fyrirspurna séu góðra gjalda verðar eru fyrirspurnir ekki takmark í sjálfu sér. Bent hefur verið á að kostnaður við þessa upplýsingaöflun sé oft og tíðum mikill og stundum sé hægur vandi fyrir þingmenn að fletta þessum upplýsingum einfaldlega sjálfir upp. Aðrir gagnrýna hversu lítill hluti af starfstíma þingsins fer í fyrirspurnir og vilja veg þeirra meiri.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira