Innlent

Sextán fíkniefnamál í miðbænum

Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis. Í fimmtán málanna fundust fíkniefni í fórum fólks en málin kom upp inni á sjö skemmtistöðum. Í einu tilviki var komið að þremur einstaklingum sem áttu viðskipti með fíkniefni við bíl í Tryggvagötu. Þremenningarnir voru handteknir og gistu fangageymslur en voru yfirheyrðir daginn eftir. Í fórum þeirra fundust sex til sjö grömm af ætluðu amfetamíni. Fíkniefnaeftirlitið hófst klukkan tólf á miðnætti og stóð til að verða klukkan þrjú um nóttina. Ásgeir segir þó yfirleitt vera mest að gera í miðbænum frá klukkan tvö til fjögur. Hann segir lögregluna alltaf fylgjast með fíkniefnaneyslu þó þarna hafi verið lögð sérstaklega mikil áhersla á fíkniefni. Hann segir fólk alltaf geta átt von á eftirlit sem þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×