Hundar á tískusýningu 5. febrúar 2005 00:01 Úlpur í felulitum, æfingagallar og fleira var meðal þess sem hundar sýndu á tískusýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Íslenskur hönnuður hundafatnaðar hyggur á útflutning. Þeir báru sig fagmannlega hundarnir sem sýndu tískufatnað frá Theo í Iðu í Lækjargötu í dag. Hönnuðurinn, Theódóra Elísabet Smáradóttir, segist hafa unnið við fagið í þrjú ár en síðastliðið eitt ár hafi hún unnið að nýrri línu sem hafi verið að koma á markað. Theódóra segir ákveðna tísku vera í hundafatnaði og hún segir hunda, eins og smáhunda, þurfa á fötum að halda. Ekki af því að þeim sé kalt heldur til þess að verja feldinn því ef farið sé út að ganga með feldhund í snjókomu þurfi að baða hann eftir það. Þess þurfi ekki ef hundurinn sé í galla. Þá segist Theódóra vera að vinna að fatalínu fyrir stærri hunda, en þess má geta að útlfutningur á þessum fatnaði er að hefjast. Hún segir Theo-fólk hafa verið á fundi með dreifingaraðilum í Svíþjóð og hafi gert samning við þá. Þeir sjái 800 búðum fyrir vörum þannig að íslenskur hundatískufatnaður eigi eftir að fara víða. Theódóra segir að hugmyndin sé að byrja í Svíþjóð og taka svo stefnuna á Bretland og þar á eftir Bandaríkjamarkað. En hvað skyldi vera í tísku? Theódóra segir að það sé margt og mikið. Þykkar úlpur með loðhettu og þykkir heilgallar ásamt vindgöllum og -jökkum séu vinsælir núna vegna veðurfarsins en í sumar komi ný fatalína og þar verði léttir bolir bæði með kraga og hettu, smekkbuxur og skotapils ásamt mörgu öðru. Tilveran Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Úlpur í felulitum, æfingagallar og fleira var meðal þess sem hundar sýndu á tískusýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Íslenskur hönnuður hundafatnaðar hyggur á útflutning. Þeir báru sig fagmannlega hundarnir sem sýndu tískufatnað frá Theo í Iðu í Lækjargötu í dag. Hönnuðurinn, Theódóra Elísabet Smáradóttir, segist hafa unnið við fagið í þrjú ár en síðastliðið eitt ár hafi hún unnið að nýrri línu sem hafi verið að koma á markað. Theódóra segir ákveðna tísku vera í hundafatnaði og hún segir hunda, eins og smáhunda, þurfa á fötum að halda. Ekki af því að þeim sé kalt heldur til þess að verja feldinn því ef farið sé út að ganga með feldhund í snjókomu þurfi að baða hann eftir það. Þess þurfi ekki ef hundurinn sé í galla. Þá segist Theódóra vera að vinna að fatalínu fyrir stærri hunda, en þess má geta að útlfutningur á þessum fatnaði er að hefjast. Hún segir Theo-fólk hafa verið á fundi með dreifingaraðilum í Svíþjóð og hafi gert samning við þá. Þeir sjái 800 búðum fyrir vörum þannig að íslenskur hundatískufatnaður eigi eftir að fara víða. Theódóra segir að hugmyndin sé að byrja í Svíþjóð og taka svo stefnuna á Bretland og þar á eftir Bandaríkjamarkað. En hvað skyldi vera í tísku? Theódóra segir að það sé margt og mikið. Þykkar úlpur með loðhettu og þykkir heilgallar ásamt vindgöllum og -jökkum séu vinsælir núna vegna veðurfarsins en í sumar komi ný fatalína og þar verði léttir bolir bæði með kraga og hettu, smekkbuxur og skotapils ásamt mörgu öðru.
Tilveran Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira