Innlent

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðar sátt um framtíð Vatnsmýrar þannig að flugvöllur verði þar áfram en í minnkaðri mynd. Hún segir nýja samgöngumiðstöð geta risið við Loftleiðahótelið innan þriggja ára.  Samgönguráðherra skýrði frá því í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að viðræður ríkis og borgar um nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli væru á lokastigi og hann vonaðist til að ákvörðun lægi fyrir innan fárra mánaða. Borgarstjóri segir ekki verið að festa flugvöllinn í sessi með byggingu samgöngumiðstöðvar og segist telja að það sé heldur ekki skilningur samgönguráðherra. Hann vill ná sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni en í smækkaðri mynd, t.a.m. að meginhluti innanlandsflugsins verði á einni flugbraut. Steinunn kveðst hafa átt ágætan fund um málið með samgönguráðherra nú nýlega. Steinunn segir tvo staði einkum koma til greina undir samgöngumiðstöð, samkvæmt upplýsingum vinnuhóps um málið, og þá sé fyrst og fremst verið að líta til svæðisins í kringum Hótel Loftleiðir. Hún segir að það sé ríkisins sem framkvæmdaaðila að svara því hvenær hún muni rísa en hyggur að það getið orðið á næstu þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×