Barnabílstólar fyrir öll börn 2. febrúar 2005 00:01 "Við segjum að auknum þægindum fylgir oft meira öryggi," segir Árni Eyjólfsson eigandi barnavöruverslunarinnar Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og vitnar þar í nýjan barnabílstól í versluninni. Árni segir að bylting hafi orðið í barnabílstólum þegar undirstaða hafi verið sett undir stólinn. "Nú festurðu undirstöðuna aðeins einu sinni og losnar þannig við þrengslin og erfiðleikana sem oft fylgdi því að festa barnabílstóla í bíl. Þessir stólar eru þeir mest seldu á markaðnum í dag og að mínu mati er undirstaðan ástæðan fyrir því." Í Ólavíu og Oliver er mikið úrval af barnabílstólum ásamt öllu því sem viðkemur börnum. Þar er einnig hægt að leigja bílstól sem fer mjög vaxandi enda geta foreldrar þá verið fullvissir um að börn þeirra séu í réttum og öruggum stól. "Umferðastofa mælir með því að börn séu sem lengst í bílstólum. Við erum með stóla fyrir börn frá 0 til 13 kíló, 9 til 18 og 15 til 36 kíló og að mati Umferðastofu eiga nýfædd börn að sitja í öfugri aksturstefnu en 15-25 kílóa börn eiga að sitja í réttri aksturstefnu og þá skiptir ekki máli hvort stóllinn er fram í eða aftur í. Höfuð lítils barns er svo rosalega stórt og svo ef högg kemur á bílinn kastast höfuðið með miklum þunga og þá er betra að barnið snúi öfugt." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Bílar Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við segjum að auknum þægindum fylgir oft meira öryggi," segir Árni Eyjólfsson eigandi barnavöruverslunarinnar Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og vitnar þar í nýjan barnabílstól í versluninni. Árni segir að bylting hafi orðið í barnabílstólum þegar undirstaða hafi verið sett undir stólinn. "Nú festurðu undirstöðuna aðeins einu sinni og losnar þannig við þrengslin og erfiðleikana sem oft fylgdi því að festa barnabílstóla í bíl. Þessir stólar eru þeir mest seldu á markaðnum í dag og að mínu mati er undirstaðan ástæðan fyrir því." Í Ólavíu og Oliver er mikið úrval af barnabílstólum ásamt öllu því sem viðkemur börnum. Þar er einnig hægt að leigja bílstól sem fer mjög vaxandi enda geta foreldrar þá verið fullvissir um að börn þeirra séu í réttum og öruggum stól. "Umferðastofa mælir með því að börn séu sem lengst í bílstólum. Við erum með stóla fyrir börn frá 0 til 13 kíló, 9 til 18 og 15 til 36 kíló og að mati Umferðastofu eiga nýfædd börn að sitja í öfugri aksturstefnu en 15-25 kílóa börn eiga að sitja í réttri aksturstefnu og þá skiptir ekki máli hvort stóllinn er fram í eða aftur í. Höfuð lítils barns er svo rosalega stórt og svo ef högg kemur á bílinn kastast höfuðið með miklum þunga og þá er betra að barnið snúi öfugt." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Bílar Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira