Stjórnarformaður vill milljarð 1. febrúar 2005 00:01 Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira