Fór í lögfræðina af leti 1. febrúar 2005 00:01 Kristín Þóra lærir lögfræðina við Háskóla Íslands og er á öðrum vetri. Hún stendur á fertugu, er gift kona og þriggja barna móðir. "Auðvitað er maður ekki eins frjáls og áhyggjulaus og 21 árs stúdent en það er allt í lagi að læra þótt maður sé kominn af unglingsaldri. Þetta er bara eins og hver önnur vinna," segir hún og kveðst ekki vera ein í eldri deildinni þó að obbinn af nemendum sé mun yngri. Kristín Þóra hefur rekið garðyrkjufyrirtæki með manni sínum, Jóni Júlíusi Elíassyni, undanfarin ár og unnið úti við yfir sumarið, mest í nýframkvæmdum en líka í grónum görðum. Hún lauk námi frá Garðyrkjuskólanum 1988 og Háskóla Íslands í heimspeki 1997. Hún segir lögfræðina að því leyti erfiðasta að í henni sé fall en ekki í hinum greinunum. En hvað af þessu þrennu skyldi vera skemmtilegast að læra? "Þetta er allt skemmtilegt. Það má kannski orða það svo að margt í heimspekinni sé skemmtilegra en margt í lögfræðinni," svarar hún og segir fögin vissulega ólík. Næst er hún spurð hvað hafi drifið hana í lögfræðina. "Það var bara leti," segir hún prakkaraleg. "Ég nennti ekki að vinna eins og venjulegt fólk. Það er ákveðinn lúxus að geta leyft sér að vera í skóla." Hún viðurkennir samt að hafa alveg nóg að gera. "Maður fyllir alltaf dagskrána en í námi ræður maður samt tíma sínum aðeins meira en í fastri vinnu." Kristín Þóra þvertekur fyrir að hún vaki yfir lærdómnum um nætur. "Ég sef á nóttunni. Mér finnst svefninn svo mikil undirstaða undir verkefni dagsins en ég læri á kvöldin og stundum um helgar." Að lokum eru framtíðardraumarnir settir á dagskrá. "Lögfræðin tekur fimm ár í allt og ég vona að ég finni eitthvert starf við mitt hæfi innan hennar að náminu loknu," segir Kristín Þóra yfir doðröntunum við eldhúsborðið. gun@frettabladid.is Nám Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Kristín Þóra lærir lögfræðina við Háskóla Íslands og er á öðrum vetri. Hún stendur á fertugu, er gift kona og þriggja barna móðir. "Auðvitað er maður ekki eins frjáls og áhyggjulaus og 21 árs stúdent en það er allt í lagi að læra þótt maður sé kominn af unglingsaldri. Þetta er bara eins og hver önnur vinna," segir hún og kveðst ekki vera ein í eldri deildinni þó að obbinn af nemendum sé mun yngri. Kristín Þóra hefur rekið garðyrkjufyrirtæki með manni sínum, Jóni Júlíusi Elíassyni, undanfarin ár og unnið úti við yfir sumarið, mest í nýframkvæmdum en líka í grónum görðum. Hún lauk námi frá Garðyrkjuskólanum 1988 og Háskóla Íslands í heimspeki 1997. Hún segir lögfræðina að því leyti erfiðasta að í henni sé fall en ekki í hinum greinunum. En hvað af þessu þrennu skyldi vera skemmtilegast að læra? "Þetta er allt skemmtilegt. Það má kannski orða það svo að margt í heimspekinni sé skemmtilegra en margt í lögfræðinni," svarar hún og segir fögin vissulega ólík. Næst er hún spurð hvað hafi drifið hana í lögfræðina. "Það var bara leti," segir hún prakkaraleg. "Ég nennti ekki að vinna eins og venjulegt fólk. Það er ákveðinn lúxus að geta leyft sér að vera í skóla." Hún viðurkennir samt að hafa alveg nóg að gera. "Maður fyllir alltaf dagskrána en í námi ræður maður samt tíma sínum aðeins meira en í fastri vinnu." Kristín Þóra þvertekur fyrir að hún vaki yfir lærdómnum um nætur. "Ég sef á nóttunni. Mér finnst svefninn svo mikil undirstaða undir verkefni dagsins en ég læri á kvöldin og stundum um helgar." Að lokum eru framtíðardraumarnir settir á dagskrá. "Lögfræðin tekur fimm ár í allt og ég vona að ég finni eitthvert starf við mitt hæfi innan hennar að náminu loknu," segir Kristín Þóra yfir doðröntunum við eldhúsborðið. gun@frettabladid.is
Nám Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira