Átök í framsókn 31. janúar 2005 00:01 Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira