Um sextíu prósent kosningaþátttaka 30. janúar 2005 00:01 Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira