Enginn ráðherra sagt af eða á 30. janúar 2005 00:01 Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars árið 2003. Þegar ummæli ráðherra Framsóknarflokksins eru skoðuð kemur í ljós að enginn þeirra hefur sagt af eða á um það hvort ákvörðunin hafi verið rædd á fundinum. Siv var spurð því í Silfri Egils í dag hvort ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundinum títtnefnda og sagðist hún ekki muna það. Siv sagði líka svo langt liðið frá fundinum að hún hafi þurft að fletta því upp hvort hún hafi yfirhöfuð verið á fundinum. Skoðum hvað ráðherrar Framsóknarflokksins hafa sagt um efni fundarins. Halldór Ásgrímsson, sem stýrði fundinum í fjarveru Davíðs Odssonar, segir Íraksmálið hafa verið fyrsta mál á dagskrá. Í kjölfarið hafi hann og Davíð, þáverandi forsætisráðherra, ákveðið að styðja aðgerðirnar. Guðni Ágústsson ráðherra sagði eftirfarandi í Sunnudagsþættinum á Skjá Einum: „Auðvitað var búið oft að ræða um Íraksmálið en þessa ákvörðun tóku þeir (Davíð og Halldór). Af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá." Í kjölfarið skrifar Valgerður Sverrisdóttir ráðherra á heimasíðu sína að Guðni muni ekki að fyrirhuguð innrás hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundinum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, var ekki á fundinum og segist ekki vita hver orðaskiptin voru. Af yfirlýsingum Valgerðar og Halldórs má ljóst vera að Íraksmálið og fyrirhuguð innrás var rædd á fundinum en eftir stendur hvort ákvörðun um stuðning hafi verið rædd. Ítrekað hafa fréttamenn reynt að fá svar við þeirri spurningu. Enginn ráðherra Framsóknarflokksins hefur þó stigið fram í ljósvakamiðlum og sagt af eða á um það tiltekna atriði. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi 18. mars árið 2003. Þegar ummæli ráðherra Framsóknarflokksins eru skoðuð kemur í ljós að enginn þeirra hefur sagt af eða á um það hvort ákvörðunin hafi verið rædd á fundinum. Siv var spurð því í Silfri Egils í dag hvort ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundinum títtnefnda og sagðist hún ekki muna það. Siv sagði líka svo langt liðið frá fundinum að hún hafi þurft að fletta því upp hvort hún hafi yfirhöfuð verið á fundinum. Skoðum hvað ráðherrar Framsóknarflokksins hafa sagt um efni fundarins. Halldór Ásgrímsson, sem stýrði fundinum í fjarveru Davíðs Odssonar, segir Íraksmálið hafa verið fyrsta mál á dagskrá. Í kjölfarið hafi hann og Davíð, þáverandi forsætisráðherra, ákveðið að styðja aðgerðirnar. Guðni Ágústsson ráðherra sagði eftirfarandi í Sunnudagsþættinum á Skjá Einum: „Auðvitað var búið oft að ræða um Íraksmálið en þessa ákvörðun tóku þeir (Davíð og Halldór). Af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá." Í kjölfarið skrifar Valgerður Sverrisdóttir ráðherra á heimasíðu sína að Guðni muni ekki að fyrirhuguð innrás hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundinum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, var ekki á fundinum og segist ekki vita hver orðaskiptin voru. Af yfirlýsingum Valgerðar og Halldórs má ljóst vera að Íraksmálið og fyrirhuguð innrás var rædd á fundinum en eftir stendur hvort ákvörðun um stuðning hafi verið rædd. Ítrekað hafa fréttamenn reynt að fá svar við þeirri spurningu. Enginn ráðherra Framsóknarflokksins hefur þó stigið fram í ljósvakamiðlum og sagt af eða á um það tiltekna atriði.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira