Erlent

Sex árásir á kjörstaði

Sex sjálfsmorðssprengjuárásir hafa verið gerðar á kjörstaði í Írak í morgun og hefur töluverður mannfjöldi farist í árásunum. Alls hafa níu sjálfsmorðsárásir verið gerðar í landinu í dag, þar af ein á heimili dómsmálaráðherra landsins en ekkert mannfall varð. Litlar fregnir hafa borist af kjörsókn en forseti Íraks sagði í gær að hann teldi líklegt að hún yrði lítil. Kjörsókn Íraka sem búsettir eru erlendis hefur verið dræm það sem af er. Heima fyrir er einkum talið að öryggisástandið valdi því að almenningur þori ekki á kjörstað en kannanir hafa einnig leitt í ljós að um áttatíu prósent súnníta hyggist sniðganga kosningarnar. Í hverfum sjíta er hins vegar hermt að kjörsókn hafi verið nokkuð góð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×