Framsóknarmenn ræna kvenfélögum 29. janúar 2005 00:01 Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins. Konur í Landssambandi framsóknarkvenna ræddu jafnréttismál á fundi í dag og búa sig undir flokksþing. Það kom hitnaði verulega í kolunum þegar aðalfundur kvenfélags flokksins í Kópavogi, Freyjunnar, var tekinn til umræðu; meðal annars það að komið hafi verið aftan að sitjandi stjórn félagins með skráningu 40 nýrra meðlima sem kusu nýja stjórn. Þeirra á meðal er Aðalheiður Sigursveinsdóttur. Hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona kæmu konur inn í stjórnmál. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekki aðeins konur þurfi að olnboga sig áfram í stjórnmálum heldur karlarnir líka. Hins vegar sé vissulega erfitt að fá margar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Innanbúðarmenn fullyrða að stjórnarskiptin í Freyju séu liður í valdatafli bræðranna Páls og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra en Aðalheiður er kona Páls. Bræðurnir hafi einfaldlega rænt kvenfélaginu til að komast fram fyrir Siv Friðleifsdóttur í goggunarröðinni innan flokksins. Bryndís vill ekki segja hvort þetta sé rétt en vissulega hafi þetta verið rætt á fundinum. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem konur innan Framsóknarflokksins kvarta yfir stöðu sinni, t.d. er ekki langt síðan Siv var vikið úr ráðherrastóli. Bryndís segir ekki réttlátt að framsóknarkonur eigi aðeins eina konu í ríkisstjórn og að hennar sögn hefur forystan ekki stutt við bakið á þeim. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins. Konur í Landssambandi framsóknarkvenna ræddu jafnréttismál á fundi í dag og búa sig undir flokksþing. Það kom hitnaði verulega í kolunum þegar aðalfundur kvenfélags flokksins í Kópavogi, Freyjunnar, var tekinn til umræðu; meðal annars það að komið hafi verið aftan að sitjandi stjórn félagins með skráningu 40 nýrra meðlima sem kusu nýja stjórn. Þeirra á meðal er Aðalheiður Sigursveinsdóttur. Hún sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona kæmu konur inn í stjórnmál. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekki aðeins konur þurfi að olnboga sig áfram í stjórnmálum heldur karlarnir líka. Hins vegar sé vissulega erfitt að fá margar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Innanbúðarmenn fullyrða að stjórnarskiptin í Freyju séu liður í valdatafli bræðranna Páls og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra en Aðalheiður er kona Páls. Bræðurnir hafi einfaldlega rænt kvenfélaginu til að komast fram fyrir Siv Friðleifsdóttur í goggunarröðinni innan flokksins. Bryndís vill ekki segja hvort þetta sé rétt en vissulega hafi þetta verið rætt á fundinum. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem konur innan Framsóknarflokksins kvarta yfir stöðu sinni, t.d. er ekki langt síðan Siv var vikið úr ráðherrastóli. Bryndís segir ekki réttlátt að framsóknarkonur eigi aðeins eina konu í ríkisstjórn og að hennar sögn hefur forystan ekki stutt við bakið á þeim.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira