Skemmtilegur bæði í sveit og borg 28. janúar 2005 00:01 Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira