
Erlent
Fjórir féllu í sprengingu

Fjórir Írakar féllu í valinn í morgun þegar bílsprengja sprakk nærri lögreglustöð í suðurhluta Bagdad. Í gær létust nítján Írakar og einn Bandaríkjamaður í árásum uppreisnarmanna og ljóst að aðgerðir þeirra fara sífellt harðnandi fram að kosningunum sem fram fara á sunnudaginn.