Innlent

Sýknaðir af árás

Tveir menn voru dæmdir í 45 og 30 daga fangelsi fyrir húsbrot á heimili Steingríms Njálssonar í maí árið 2003. Mennirnir voru sýknaðir af líkamsárás gegn Steingrími sem þeir voru einnig ákærðir fyrir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Þótti dóminum framburður Steingríms um þátt mannanna í líkamsárásinni vera svo á reiki að ekki þótti vera lögfull sönnun um hvor þeirra réðst á hann eða hvort báðir hafi gerst sekir um líkamsárás. Því voru mennirnir sýknaðir af þeim hluta ákærunnar. Mennirnir voru hins vegar fundnir sekir um húsbrot. Brot mannanna telst vera alvarlegt og til þess fallið að vekja Steingrími ótta um líf og limi. Þar sem langt er um liðið frá því mennirnir gerðust síðast sekir um refsiverða háttsemi þótti rétt að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×