Innlent

Rannsókn á lokastigi

Rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára, sem staðið hefur yfir síðan í mars á síðasta ári, er á lokastigi að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Fimm sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en í gær staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir einum gæsluvarðhaldsfanganna. Sá er undir sterkum rökstuddum grun um að hafa framið fíkniefnabrot sem varðað geta allt að tólf ára fangelsi. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, í mars. Átta kíló af amfetamíni sem fundust síðan í vörusendingu í einu skipa Eimskips í júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×