Bandarískir hermenn á nálum 24. janúar 2005 00:01 Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira