Hlýnunin að verða óumflýjanleg 24. janúar 2005 00:01 Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt verður í dag og breska blaðið The Independent greindi frá í gær. Skýrslan er unnin af hópi háttsettra stjórnmálamanna, forystumanna í viðskiptalífi og fræðimanna. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðu átta stærstu iðnríkja heims og sett fram á sama tíma og Tony Blair hefur lofað að mæla fyrir stefnumótun ríkjahópsins um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat á við hversu mikla hlýnun þróunin verður óumflýjanleg. Hlýni loftslag að meðaltali um tvær gráður á Celsius umfram meðalhita ársins 1750 segja skýrsluhöfundar að ekki verði aftur snúið. Hitastig haldi áfram að hækka, sjávarmál hækki, skógar eyðist, vatnsskorts gæti í meiri mæli og aukin hætta verði á náttúrufarslegum stórslysum svo sem því að Grænlandsjökull bráðni og að Golfstraumurinn hætti að ganga. Síðastnefnda atriðið myndi gera Ísland óbyggilegt. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni kann að fara svo að einungis tíu ár líði þar til þróunin verði óumflýjanleg, þó að það taki lengri tíma að koma í ljós. Hlýnunin er reiknuð út frá meðaltalshita í kringum árið 1750 því þá var iðnbyltingin ekki hafin. Síðan þá hefur hitinn hækkað um 0,8 gráður. Forsendur fyrir hlýnun næsta ár eru metnar út frá magni koldíoxíðs í andrúmsloftinu, það er nú 379 einingar á hverjar milljón einingar andrúmslofts en skýrsluhöfundar segja að fari það yfir 400 einingar verði ekki aftur snúið. Miðað við aukningu síðustu ára gerist það á næstu tíu árum. "Umhverfistímasprengja telur niður," hefur The Independent eftir Stephen Byers, fyrrum samgönguráðherra Bretlands. Hann er einn af forystumönnum hópsins sem stendur að skýrslugerðinni.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira