Píslarvottar nútímans 21. janúar 2005 00:01 Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun
Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins...