Innlent

Akureyrarbær braut jafnréttislög

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launakjörum á grundvelli kynferðis. Konan höfðaði málið árið 2002 þar sem hún fékk lægri laun en karlmaður sem var deildartæknifræðingur hjá bænum. Samkvæmt starfsmati voru störfin sambærileg. Í fyrra dæmdi héraðsdómur konunni 3,7 milljónir króna í skaðabætur með dráttarvöxtum sem reiknast frá febrúarmánuði árið 2002. Hæstiréttur staðfesti þann dóm en klofnaði í afstöðu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×