Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum 20. janúar 2005 00:01 Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum. Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum.
Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira