Nýtískulegur þorramatur 20. janúar 2005 00:01 Það verður seint sagt að þorramaturinn okkar sé fallegur á að líta, og það er ekki hver sem er sem getur gert hann fegurri og lystugri fyrir þá sem vilja smá lit í tilveruna og tilbreytingu. Þó að þorramaturinn með öllu tilheyrandi fáist ekki á Tapas-barnum á Vesturgötu 3b í Reykjavík tóku kokkarnir þar, þeir Borgþór Egilsson og Steinar Þór Þorfinnsson, það að sér að útbúa fallegan þorramat. "Þetta var mjög gaman og vissulega verðug áskorun. Þetta er náttúrlega nýr markaður fyrir okkur og við reyndum fyrst að vinna með hráefni sem við höfum hér á staðnum. Þegar það gekk ekki þurftum við að leita víðar og leyfa ímyndunaraflinu að ráða því þetta er vissulega sérstakur matur. Það var frekar erfitt að gera hann nýtískulegan en okkur finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," segja þeir félagar og reiða fram hvern girnilegan réttinn á fætur öðrum. Þó að réttirnir líti vel út fullvissa þeir Borgþór og Steinar lesendur um að hver sem er geti spreytt sig á þessum uppskriftum á þorranum. Uppskriftir: Reyktur magáll og melóna Magáll skorinn í sneiðar og melónubitum stráð yfir.Harðfiskur í búri með Aioli Tilbúinn harðfiskur út úr búð. Aioli:2 eggjarauður1 bökuð kartafla1 tsk. Dijon-sinnep1 msk. vatn1 kraminn hvítlauksgeiri4 saffranþræðir2 dl ólífuolía Allt nema olía er maukað saman í matvinnsluvél. Olíu hellt út í í mjórri bunu. Ef sósan þykknar er hægt að bæta við vatni svo skilji ekki. Salt og pipar eftir smekk.Hákarlstartar á rúgbrauði10 bitar hákarlHálf kartafla, soðin1 tsk. Capers1/4 rauðlaukur, fínt saxaður Öllu blandað saman og mótað ofan á rúgbrauðið.Steikt lifrarpylsa Linsubauna ragú: (það sem er undir lifrapylsunni) Nýsoðin lifrapylsa 1/2 laukur 4 sneiðar beikon 1 dl linsubaunir 3 dl vatn 1 tsk. kjúklingakraftur Laukur og beikon léttsteikt. Baunir út í og aðeins steiktar. Vatni og kjúklingakrafti bætt við. Soðið þangað til baunir eru meyrar.Bourgogne-sósa: 1/2 laukur 5 sneiðar beikon 4 sveppir 2 dl rauðvín 1/2 l vatn 1 msk. nautakraftur Smá sósulitur 2 msk. Balsamico edik 2 msk. smjör (til að þykkja sósuna eftir smekk) Laukur, beikon og sveppir léttsteikt. Rauðvín sett út í og látið sjóða niður um 2/3. Vatni, nautakrafti, sósulit, ediki og smjöri bætt út í og látið malla þangað til tilbúið.Hrútspungar með rauðlaukssultu, rófustöppu og súrsuðu chili 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar 4 msk. sykur 1 dl rauðvín 1 dl Balsamico edik Rauðlaukur er steiktur á pönnu. Sykurinn er látinn á pönnuna og laukurinn látinn karmellast í honum. Rauðvíni og ediki er bætt út í og þetta er soðið þangað til laukurinn er orðinn sultaður. Lauksneiðar eru settar á milli hrútspungasneiða, chili ofan á, rófustappa til hliðar og edik sem skreyting.Sviðasulta með klettasalati og pestó Ný sviðasulta Klettasalat Hnífsoddur af Maldon-salti og grófum svörtum pipar Ristaðar furuhnetur Ólífuolía Sviðasulta borin fram eins og hún kemur. Klettasalat er bleytt með ólífuolíu og salt og pipar sett á. Furuhnetur eru settar ofan á.Pestó: 1 búnt basil 1/2 búnt steinselja 1 msk. furuhnetur 2 msk. rifinn parmesan ostur 2 dl ólífuolía Salt og pipar eftir smekk Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman og borið fram með sviðasultunni.Súrt slátur með kjötseyði Súrt slátur 4 dl vatn 1 1/2 tsk. nautakraftur Gulrætur - fínt skornar Tómatkjöt - fínt skorið Basil - skorið í strimla Vatn og nautakraftur látið sjóða. Gulrætur, tómatkjöt og basil sett út í þegar blandan sýður. Sett í skál og slátrið ofan á. Uppskriftir Þorrablót Þorramatur Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið
Það verður seint sagt að þorramaturinn okkar sé fallegur á að líta, og það er ekki hver sem er sem getur gert hann fegurri og lystugri fyrir þá sem vilja smá lit í tilveruna og tilbreytingu. Þó að þorramaturinn með öllu tilheyrandi fáist ekki á Tapas-barnum á Vesturgötu 3b í Reykjavík tóku kokkarnir þar, þeir Borgþór Egilsson og Steinar Þór Þorfinnsson, það að sér að útbúa fallegan þorramat. "Þetta var mjög gaman og vissulega verðug áskorun. Þetta er náttúrlega nýr markaður fyrir okkur og við reyndum fyrst að vinna með hráefni sem við höfum hér á staðnum. Þegar það gekk ekki þurftum við að leita víðar og leyfa ímyndunaraflinu að ráða því þetta er vissulega sérstakur matur. Það var frekar erfitt að gera hann nýtískulegan en okkur finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," segja þeir félagar og reiða fram hvern girnilegan réttinn á fætur öðrum. Þó að réttirnir líti vel út fullvissa þeir Borgþór og Steinar lesendur um að hver sem er geti spreytt sig á þessum uppskriftum á þorranum. Uppskriftir: Reyktur magáll og melóna Magáll skorinn í sneiðar og melónubitum stráð yfir.Harðfiskur í búri með Aioli Tilbúinn harðfiskur út úr búð. Aioli:2 eggjarauður1 bökuð kartafla1 tsk. Dijon-sinnep1 msk. vatn1 kraminn hvítlauksgeiri4 saffranþræðir2 dl ólífuolía Allt nema olía er maukað saman í matvinnsluvél. Olíu hellt út í í mjórri bunu. Ef sósan þykknar er hægt að bæta við vatni svo skilji ekki. Salt og pipar eftir smekk.Hákarlstartar á rúgbrauði10 bitar hákarlHálf kartafla, soðin1 tsk. Capers1/4 rauðlaukur, fínt saxaður Öllu blandað saman og mótað ofan á rúgbrauðið.Steikt lifrarpylsa Linsubauna ragú: (það sem er undir lifrapylsunni) Nýsoðin lifrapylsa 1/2 laukur 4 sneiðar beikon 1 dl linsubaunir 3 dl vatn 1 tsk. kjúklingakraftur Laukur og beikon léttsteikt. Baunir út í og aðeins steiktar. Vatni og kjúklingakrafti bætt við. Soðið þangað til baunir eru meyrar.Bourgogne-sósa: 1/2 laukur 5 sneiðar beikon 4 sveppir 2 dl rauðvín 1/2 l vatn 1 msk. nautakraftur Smá sósulitur 2 msk. Balsamico edik 2 msk. smjör (til að þykkja sósuna eftir smekk) Laukur, beikon og sveppir léttsteikt. Rauðvín sett út í og látið sjóða niður um 2/3. Vatni, nautakrafti, sósulit, ediki og smjöri bætt út í og látið malla þangað til tilbúið.Hrútspungar með rauðlaukssultu, rófustöppu og súrsuðu chili 1 rauðlaukur skorinn í sneiðar 4 msk. sykur 1 dl rauðvín 1 dl Balsamico edik Rauðlaukur er steiktur á pönnu. Sykurinn er látinn á pönnuna og laukurinn látinn karmellast í honum. Rauðvíni og ediki er bætt út í og þetta er soðið þangað til laukurinn er orðinn sultaður. Lauksneiðar eru settar á milli hrútspungasneiða, chili ofan á, rófustappa til hliðar og edik sem skreyting.Sviðasulta með klettasalati og pestó Ný sviðasulta Klettasalat Hnífsoddur af Maldon-salti og grófum svörtum pipar Ristaðar furuhnetur Ólífuolía Sviðasulta borin fram eins og hún kemur. Klettasalat er bleytt með ólífuolíu og salt og pipar sett á. Furuhnetur eru settar ofan á.Pestó: 1 búnt basil 1/2 búnt steinselja 1 msk. furuhnetur 2 msk. rifinn parmesan ostur 2 dl ólífuolía Salt og pipar eftir smekk Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman og borið fram með sviðasultunni.Súrt slátur með kjötseyði Súrt slátur 4 dl vatn 1 1/2 tsk. nautakraftur Gulrætur - fínt skornar Tómatkjöt - fínt skorið Basil - skorið í strimla Vatn og nautakraftur látið sjóða. Gulrætur, tómatkjöt og basil sett út í þegar blandan sýður. Sett í skál og slátrið ofan á.
Uppskriftir Þorrablót Þorramatur Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið