Opinberir starfsmenn á sérkjörum 19. janúar 2005 00:01 MYND/NFS Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira